Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar 2017

Aðalfundur GA var haldinn í gær 11.janúar að Jaðri

Rekstrartekjur á reikningsárinu námu 150,0 millj. kr. sem er í samræmi við rekstraráætlun. Rekstrarkostnaður nam 155,2 millj. kr. sem er umfram áætlun. Rekstrarniðurstaða reikningsársins er tap að fjárhæð 12,9 millj. kr.

Hækkun rekstrarkostnaðar skýrist af nokkrum þáttum.  Áfallið orlof áð fjárhæð 4,2 millj. kr. er fært vegna leiðréttinga á áföllnu orlofi fyrri ára, en slíkt var ekki gert með sama hætti í fyrri uppgjörum.  Eignfærð vinna lækkar um 6,6 millj. kr. þar sem nýframkvæmdum var að mestu lokið, en færist sem rekstrarkostnaður golfvallar þess í stað.  Kostnaður vegna þjálfun og kennslu eykst fyrst og fremst vegna aukins launakostnaðar, en aldrei í sögu klúbbsins hefur verið varið jafn miklum fjármunum til þjálfunar og kennslu unglinga.  Jafnframt aukast afskriftir vegna eignfærðra liða svo sem fjárfestinga í tækjum, byggingu Klappa og launa.

Nýr formaður var kosinn Bjarni Þórhallson, þar sem Sigmundur E. Ófeigsson gaf ekki kost á sér til áframhaldani setu. Sigmundur fráfarandi formaður hlaut miklar þakkir og lófaklapp fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu klúbbsins til margra ára. Sigurður Skúli Eyjólfsson hlaut kosningu í stjórn sem ritari til tveggja ára, Eygló Birgisdóttir og Viðar Valdimarsson hlutu kosningu sem Varamenn í stjórn til eins árs.

Veittur var Háttvísisbikar GA, hann fékk Patrik Róbertsson fyrir einstaka prýði á golfvellinum og miklum framförum á árinu.

Andrea Ýr Ásmundsdóttir var valinn Kylfingur ársins. Andrea vann íslandsmeistartitilinn í holukeppni í flokki telpna, 15-16ára.

Afreksmerki GA var veitt Jóni Gunnari Traustasyni, en Jón varð íslandsmeistari eldri kylfinga í flokki 50 ára og eldri.

Hér má nálgast ársreikning 2016-2017

Skýrsla Stjórnar 2016-2017

Rekstraráætlun fyrir 2018

Tillaga árgjalda 2018