Ævarr Freyr Birgisson fór holu í höggi

Annar kylfingur GA sem fer holu í höggi nú á stuttum tíma. Draumahöggið sló hann á 4 holu í dag 13. júlí.

Þetta er í fyrsta sinn sem þessi ungi kylfingur fer holu í höggi hann kippti sér nú ekki mikið upp við þetta. Hann og meðspilarar hans sáu ekki þegar kúlan fór í holu þar sem staðsetning holunnar er blind frá teignum séð. Við hjá Golfklúbbi Akureyrar óskum Ævarri innilega til hamingju. Draumahöggið sló hann með 5. járni.