Æfingasvæðið og opnunartími afgreiðslu

Æfingasvæðið er áfram opið og hvetjum við kylfinga til að vera duglegir að nýta sér það of æfa höggin því fyrr en varir opnar völlurinn! 

Afgreiðsla GA verður opin um helgina 10-14 og þá er hægt að fylla á boltakortin, kaupa boltakort eða token. 

Eins og einhverjir hafa orðið varir við er posinn á æfingasvæðinu bilaður og unnið er að viðgerðum á honum sem vonandi verða klárar strax eftir helgi.

Fram að því er einungis hægt að nota solokort eða kaupa token í afgreiðslunni. Afgreiðslan er síðan opin alla virka daga 8-16.