Æfingar fyrir nýliða - TILBOÐ!

Þessi Íslandsmeistari var eitt sinn nýliði
Þessi Íslandsmeistari var eitt sinn nýliði

Kæru GA nýliðar.

Ykkur býðst frábært tilboð þetta sumarið. Með því að bæta 20.000 krónum við nýliðaárgjaldið ykkar getið þið æft einu sinni í viku, nánar tiltekið alla þriðjudaga milli 18-19. Þeir nýliðar sem gengu í klúbbinn í fyrra eða voru áður í klúbbnum fyrir mörgum árum síðan geta nýtt sér þetta líka. Þeir þurfa hins vegar ekki að bæta 20.000 krónum við ef þeir borguðu fullt árgjald eða 74.000.

Kennarar verða Brian Jensen og Friðrik Gunnarsson og hvetjum við alla til að nýta sér þetta og bæta sveifluna.