Æfingar fyrir almenna kylfinga hefjast á morgun 15. Júní

Golfkennarar GA ætla að vera með æfingar fyrir almenna kylfinga á útvöldum dögum í sumar. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir kylfinga að bæta sig en hvert skipti kostar litlar 2000 krónur.

Fyrsta æfingin verður á morgun þann 15. Júní þar sem farið verður yfir vipp í grínkanti.

Hér að neðan má sjá frekari upplýsingar um æfingarnar og skráningu:

Golfkennarar GA munu bjóða upp á æfingar fyrir félagsmenn sumarið 2020.

  • 7 skipti - 1 klst í senn.
  • Hvert skipti á kr. 2.000.-
  • Æfingarnar verða á mánudögum í júní og júlí kl 17:30-18:30.
  • Farið verður í öll högg sem íþróttin krefst af okkur eins og upphafshögg (dræf), járnahögg, högg í kringum flatir og pútt.
  • Hámark 12 manns á hverja æfingu.
  • Aðeins verður hægt að skrá sig á eina æfingu í einu.

Dagskrá æfinga er eftirfarandi:

  • 15. júní    Vipp úr grínkanti
  • 22. júní   Járnahögg
  • 29. júní   Pitch
  • 6. júlí      Upphafshögg
  • 13. júlí     Glompuhögg
  • 20. júlí    Járnahögg
  • 27. júlí     Pútt

Hægt er að skrá sig á æfingar hjá GA með því að senda póst á skrifstofa@gagolf.is eða með því að hringja á skrifstofu GA í síma 462-2974 kl. 08-16 á virkum dögum