Æfingar fyrir almenna félagsmenn

Í næstu viku hefjast æfingar fyrir almenna kylfinga sem golfkennarar GA munu sjá um. Æfingarnar verða á miðvikudögum og fimmtudögum á völdum dagsetningum í júní og júlí og gefst kylfingum færi á að skrá sig á þá daga sem henta. 

Þema miðvikudaga er stutta spilið (pútt, vipp og pitch) og fimmtudaga er sveiflan (járn, trékylfur og dræver).

Vakin er athygli á því að aðeins 12 komast að á hverri æfingu.

Verð fyrir hverja æfingu er kr. 2.000.-

Æfingarnar verða á eftirfarandi dagsetningum:

9. júní

10. júní

16. júní

30. júní

1. júlí

14. júlí

15. júlí

28. júlí

29. júlí

 

Skráning er á skrifstofu GA í síma 462-2974 eða á skrifstofa@gagolf.is