Æfingaferð keppnishópa unglinga á Akranes

Hópurinn sman kominn fyrir 1. keppnishring sumars
Hópurinn sman kominn fyrir 1. keppnishring sumars

Frábær æfingaferð að baki hjá keppnishópum unglinga GA á Akranesi um helgina.
Æðislegt veður og höfðinglegar móttökur hjá GL-mönnum, sem við kunnum þeim bestu þakkir fyrir.
Æft var að kappi á föstudeginum og svo spiluðu flestir 27-36 holur á laugardeginum. Á sunnudeginum tóku svo allir þátt í opnu móti og svo haldið heim á leið seinnipartinn. 

Sigurvegari í opna mótinu í gær, sunnudag, án forgjafar, var Eyþór Hrafnar Ketilsson á 73(+1). Eyþór var einnig næstur holu á 8., með 1,69 m. Lárus Ingi Antonsson átti svo besta höggið á 14. holu og var 1,50 m. frá holu. Í punktakeppni með forgjöf náðu Eyþór og Andrea að lækka forgjöfina með 37 punktum. Heilt yfir var spilamennskan nokkuð góð og flestir voru að skora á 33-36 punktum í mótinu.