Æfinga- og keppnisferð unglinga til Danmerkur

Petrea í sveiflu
Petrea í sveiflu
12 unglingar GA eru í æfinga- og keppnisferð í Danmörku.

Þau eru við æfingar á Dragsholm Golf Club á vesturströnd Sjálands. Það er æft og spilað í 12 tíma á dag við bestu aðstæður og í blíðu veðri. Þarna er 18 holu golfvöllur og 9 holu æfingavöllur og öll önnur æfingaaðstaða eins og gerist best að sögn Árna kennara sem er með unglingunum þarna ásamt nokkrum foreldrum.

http://dragsholm-gc.inforce.dk/

Á laugardag tóku krakkarnir þátt í 40 manna móti og unnu þau Danina, Petrea vann mótið með yfirburðum spilaði á 89 höggum og fékk 45 punkta.