Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar 2019 - 28. nóvember

Ágætu GA félagar.

Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar vegna starfsársins 2018 - 2019 verður haldinn fimmtudaginn 28. nóvember í golfskálanum á Jaðri og hefst hann kl. 20:00. 

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

  1. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis
  3. Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur samkvæmt 9 grein
  4. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn
  5. Kosning og/eða tilnefning í aðrar nefndir, sbr. 8 grein
  6. Kosnir tveir endurskoðendur og einn til vara
  7. Ákvörðun árgjalds skv. 4 grein
  8. Lagabreytingar
  9. Önnur mál

Hvetjum við ykkur endilega til að skoða skýrslu stjórnar og ársreikninginn þegar það kemur inn þar sem við ætlum ekki að hafa eins mikið af útprentuðum eintökum á fundinum sjálfum og hefur verið undanfarin ár.

Starfsfólk GA.