Aðalfundur GA, þriðjudaginn 15. desember

Ágætu GA félagar.

Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar vegna starfsársins 2019 - 2020 verður haldinn þriðjudaginn 15. desember klukkan 20:00. Vegna hertra samkomutakmarkana og ástands í þjóðfélaginu verður fundurinn haldinn á netinu í gegnum TEAMS og þurfa GA félagar að skrá sig á fundinn með því að senda tölvupóst á jonheidar@gagolf.is. Í tölvupóstinum þarf að koma fram nafn og kennitala þess sem hyggst sitja fundinn. Á fundardegi verður sent rafrænt fundarboð til þeirra sem tilkynnt hafa þátttöku. Með þessum hætti getum við tryggt að sem flestir félagsmenn geti tekið þátt í aðalfundinum á þessum sérkennilegu tímum.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

  1. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis
  3. Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur samkvæmt 9 grein
  4. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn
  5. Kosning og/eða tilnefning í aðrar nefndir, sbr. 8 grein
  6. Kosnir tveir endurskoðendur og einn til vara
  7. Ákvörðun árgjalds skv. 4 grein
  8. Lagabreytingar
  9. Önnur mál

Hvetjum við ykkur endilega til að skoða skýrslu stjórnar og ársreikninginn þegar það kemur inn á heimasíðu GA. 

Starfsfólk GA.