Aðalfundur GA annað kvöld, 28. nóvember

Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar vegna starfsársins 2018 - 2019 verður haldinn annað kvöld, fimmtudaginn 28. nóvember, í golfskálanum á Jaðri og hefst hann kl. 20:00. 

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

  1. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis
  3. Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur samkvæmt 9 grein
  4. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn
  5. Kosning og/eða tilnefning í aðrar nefndir, sbr. 8 grein
  6. Kosnir tveir endurskoðendur og einn til vara
  7. Ákvörðun árgjalds skv. 4 grein
  8. Lagabreytingar
  9. Önnur mál

Undir liðnum önnur mál er meðal annars fyrirhuguð viðbyggin okkar við Jaðar sem ber vinnuheitið Jaðar allt árið. Við munnum kynna þessa hugmynd okkar fyrir félagsmönnum og farið verður yfir fyrihugað útlið og hvernig byggingu við erum að hugsa um. Hér í myndaalbúmi má sjá myndir af viðbyggingunni. Jaðar allt árið

Hér má síðan lesa Skýrslu stjórnar 2019 og Ársreikning 2019