Aðalfundur GA 10. desember klukkan 20:00

Ágætu GA félagar.

Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar vegna starfsársins 2024 - 2025 verður haldinn miðvikudaginn 10. desember klukkan 20:00. Við viljum að sjálfsögðu sjá sem flesta GA félaga á fundinum þar sem farið verður yfir liðið rekstarár og fleira.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

  1. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.
  3. Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur samkvæmt 9 grein.
  4. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.
  5. Kosning og/eða tilnefning í aðrar nefndir, sbr. 8. grein.
  6. Kosnir tveir endurskoðendur og einn til vara.
  7. Ákvörðun árgjalds samkvæmt 4. grein.
  8. Lagabreytingar
  9. Önnur mál.

Stórn GA leggur til eftirfarandi lagabreytingar á lögum GA en þær eru til aðlögunar af breyttri starfsemi klúbbsins og vegna skráningar á Golfklúbbi Akureyrar sem almannaheillafélag. Meðfylgjandi tillögur má lesa hér.

Hvetjum við ykkur endilega til að skoða skýrslu stjórnar og ársreikninginn þegar það kemur inn á heimasíðu GA en fundurinn verður pappírslaus og munu öll gögn birtast rafrænt á heimasíðu klúbbsins.