9 GA þátttakendur í Íslandsmótinu í golfi

Lilja, Andrea og Bryndís taka allar þátt í Íslandsmótinu í golfi
Lilja, Andrea og Bryndís taka allar þátt í Íslandsmótinu í golfi

Íslandsmótið í golfi fer fram á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili dagana 7.-10. ágúst. 

GA er með 9 keppendur á mótinu, sex í karlaflokki og þrjá í kvennaflokki.

RÚV mun sýna frá mótinu föstudag-sunnudag og hvetjum við einnig okkar félagsmenn sem eru staðsettir fyrir sunnan að fjölmenna á Hvaleyrina og fylgjast með okkar fólki og öllum bestu kylfingum landsins etja kappi.

Þessir kylfingar taka þátt frá GA og rástímar þeirra á fimmtudaginn:
Veigar Heiðarsson 9:12
Andrea Ýr Ásmundsdóttir 10:07
Bryndís Eva Ágústsdóttir 10:07
Lilja Maren Jónsdóttir 11:13
Óskar Páll Valsson 13:25
Víðir Steinar Tómasson 13:58
Valur Snær Guðmundsson 14:09
Tumi Hrafn Kúld 14:31
Mikael Máni Sigurðsson 15:37

Við óskum okkar keppendum góðs gengis og munum flytja félagsmönnum okkar sem og öðrum fréttir af framvindu þeirra á mótinu. Áfram GA.