5 GA drengir á Global Junior móti í Hollandi

Heiðar Davíð, Veigar og Lárus Ingi
Heiðar Davíð, Veigar og Lárus Ingi

24 íslenskir keppendur taka nú þátt á alþjóðlegu unglingamóti í Hollandi sem eru hluti af Global Junior mótaröðinni.

Við hjá GA eigum fimm keppendur í mótinu en það eru þeir:
Lárus Ingi Antonsson
Mikael Máni Sigurðsson
Óskar Páll Valsson
Skúli Gunnar Ágústsson
Veigar Heiðarsson

Heiðar Davíð fór með strákunum út og verður þeim til halds og trausts. Það er ljóst að þetta er gríðarlega skemmtilegur endir á mótasumrinu fyrir þessa stráka og óskum við þeim góðs gengis í mótinu.

Hægt er að fylgjast með stöðunni í mótinu hér: https://globaljuniorgolflive.com/tulip-golf-challenge/