2. stigamót GSÍ - Árangur GA unglinga

Kristján, Tumi, Ævarr og Óli kennari mynd tekin í meistaramóti GA 2010
Kristján, Tumi, Ævarr og Óli kennari mynd tekin í meistaramóti GA 2010

Núna um helgina var 2. stigamót GSÍ í Aríonbankamótaröðinni haldið á Suðurnesjunum.  

7 unglingar frá GA voru þáttakendur í mótinu

í Flokki 14 ára og yngri drengja varð Tumi Hrafn Kúld í 10. sæti á 159 höggum, hann lék á 79 - 80 og Kristján Benedikt varð í 11. sæti hann lék á 87 - 73 samtals á 160 höggum. Víðir Steinar varð í 21. sæti hann lék hringina á 87 - 87 samtals á 174 höggum

Í flokki drengja 15 - 16 ára áttum við einnig 3 keppendur Ævarr lék á 85 - 76 samtals á 161 höggi og varð í 10 sæti, Eyþór Hrafnar lék á 81 -92 og varð í 25 sæti og Óskar Jóel varð í 36 sæti spilaði á 91 - 95

Við áttum einn keppanda í flokki stúlkna 15 - 16 ára Stefaníu Elsu lék hún á 92 - 93 samtals 185 og varð í 8. sæti.