2. mót Púttmótaraðarinnar í kvöld

Þá er komið að öðru kvöldi í Púttmótaröð GA en það er í kvöld.

Púttað er á milli 20-22 í kvöld og er öllum frjálst að mæta - frítt er í púttmótaröðina í ár.

Eftir fyrsta mót eru Lárus og Kara á toppnum á 27 höggum, þar næst koma Siggi Sam og Eiður á 28 höggum sem og Halli Bjarna og Stebbi Jóns.

Leikinn er betri bolti, (betra skorið á holuna telur), tveir saman í liði, sama lið allt mótið.
Leiknar eru 36 holur í hvert skiptið og telja báðir hringirnir
Alls verða 7 dagar (skipti) í undankeppninni og munu 5 bestu dagar (5x36 holur) hvers liðs telja.

Því er vel hægt að koma núna og taka þátt þó þið hafið misst af fyrsta mótinu því aðeins 5 bestu telja. 

Einnig minnum við á fund vegna öldungasveita GA fyrir 2019 sem er í kvöld kl.19:30.

Sjáumst í kvöld!