16 holur opnar á Jaðarsvelli

Þá höfum við opnað Jaðarsvöll eftir vetrardvala og kemur hann vel undan vetri. Við höfum opnað 16 holur vallarins eða allar nema 5 og 6 og leyfum bílaumferð á völlinn en biðjum þá kylfinga sem nota bíla að aka varlega um völlinn og forðast blaut svæði.

Hér má sjá leiðbeiningar um golfleik vegna Covid-19 sem við biðjum kylfinga um að kynna sér vel áður en haldið er út á völl.