100 ára afmælismót Þórs á næstkomandi föstudag

Það verður einhver sem fagnar á föstudaginn
Það verður einhver sem fagnar á föstudaginn

Fyrsta 18 holu mót sumarsins verður haldið á föstudaginn næsta, 5.júní. Mótið er punktakeppni og er þetta 100 ára afmælismót Þórs. Ræst er út af öllum teigum samtímis klukkan 17:00 og er mæting 16:15. 

Vegleg verðlaun eru í boði, þar á meðal Evrópuferð með Icelandair, flug frá Akureyri til Kulusuk og ýmsir fleiri góðir vinningar. Nándarverðlaun eru á öllum par þrjú holum vallarins. 

Skráning fer fram á golf.is og er hún aðeins til að raða saman í holl, 

Mótið er punktakeppni og er hæst gefin 24 í forgjöf hjá körlum og 28 hjá konum. 

Til mikils er að vinna og því um að gera að skrá sig og taka þátt í fyrsta 18 holu móti sumarsins. 

Athugið að mótið er opið öllum kylfingum!