Tveir Íslandsmeistaratitlar hjá GA í hús um helgina

mynd: golf.is
mynd: golf.is

Um helgina fóru fram Íslandsmót unglinga í Vestmannaeyjum annars vegar og á Korpunni hins vegar. Keppt var í flokki 12 ára og yngri og 13-14 ára á Korpunni og í flokki 15-16 ára og 17-21 árs í Vestmannaeyjum.

Fjöldin allur af GA krökkum hélt suður og tók þátt og skilaði það sér í tveimur Íslandsmeistaratitlum hjá þeim Bryndísu Evu og Veigari. 

Í flokki 12 ára og yngri drengja voru fulltrúar GA þeir Axel James Wright og Bjarki Þór Elíasson, spilaðar voru 3x 9 holur.
11. sæti: Axel James Wright +32 47-45-48
T19. sæti: Bjarki Þór Elíasson +43 50-50-51

Í flokki 13-14 ára drengja kepptu þeir Arnar Freyr Viðarsson, Ágúst Már Þorvaldsson, Baldur Sam Harley, Egill Örn Jónsson og Patrekur Máni Ævarsson.
8. sæti: Arnar Freyr Viðarsson +12 79-74-75
18. sæti: Ágúst Már Þorvaldsson +24 83-81-76
T19. sæti: Baldur Sam Harley +27 78-84-81
T22. sæti: Egill Örn Jónsson +31 84-87-79
35. sæti: Patrekur Máni Ævarsson +71 112-90-85

Í flokki 13-14 ára stúlkna kepptu þær Bryndís Eva Ágústsdóttir, Lilja Maren Jónsdóttir og Björk Hannesdóttir. Bryndís gerði sér lítið fyrir og sigraði með yfirburðum og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Hún spilaði hring tvö á 69 höggum eða þremur höggum undir pari þar sem hún fékk 7 fugla, þar af 6 á seinni 9. 
1. sæti: Bryndís Eva Ágústsdóttir +8 78-68-77
T7. sæti: Lilja Maren Jónsdóttir +38 87-84-83
T9. sæti: Björk Hannesdóttir +39 84-89-82

Í Vestmannaeyjum var keppt í eldri flokkum en þar átti GA tvo fulltrúa í flokki 15-16 ára drengja, þá Ólaf Kristinn Sveinsson og Ragnar Orra Jónsson. 
6.sæti: Ragnar Orri Jónsson +16 72-78-76
10. sæti: Ólafur Kristinn Sveinsson +24 79-74-81 

Í flokki 17-21 árs drengja kepptu þeir Skúli Gunnar Ágústsson og Veigar Heiðarsson og varð Veigar Íslandsmeistari eftir frábæra spilamennsku á mótinu en hann spilaði hringin þrjá á samtals 11 höggum undir pari! Veigar átti í harðri keppni við nýkrýndan Íslandsmeistara í höggleik hann Loga Sigurðsson en Veigar spilaði lokahringinn á 64 og Logi á 63 og endaði það svo að Veigar sigraði með einu höggi. Veigar sýndi stáltaugar á loka hringnum en hann fékk fugl á fimm síðustu holum vallarins til að tryggja sér sigurinn.
1. sæti: Veigar Heiðarsson -11 66-69-64
T7. Skúli Gunnar Ágústsson +6 70-72-74 

Flottur árangur hjá krökkunum okkar og svo sannarlega gaman að sjá tvo GA kylfinga lyfta Íslandsmeistaratitli í sínum aldursflokki um helgina en það sýnir hversu öflugt barna- og unglingastarf er hjá okkur. 


mynd: golf.is

mynd: golf.is