Styrktarmót fyrir afreksstarf GA á sunnudaginn

Styrktarmót fyrir afreksstarf GA verður haldið sunnudaginn 27. september næstkomandi. Veðrið á að vera með besta móti og er þetta kjörið tækifæri til að nýta síðustu sólargeislana og rauðu tölurnar í skemmtilegt golfmót. 

Allur ágóði úr mótinu verður nýttur í að byggja upp líkamsræktaraðstöðu GA sem er nýtt fyrir barna- og unglingastarf hjá okkur.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik án forgjafar í opnum flokki og fimm efstu sætin í punktakeppni með forgjöf í opnum flokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir 15, 27 og 42 sæti í mótinu.

Engin hámarksforgjöf er í mótið og því er hægt að fullnýta þá forgjöf sem kylfingar eru með. 

Konur leika af rauðum teigum eins og drengir til 14 ára aldurs og karlar 70 ára og eldri. Aðrir karlar leika af gulum teigum. Sé ósk um að spila af öðrum teigum þarf að láta vita af því inn á skrifstofu GA áður er en lagt er af stað í mótið. 

Verðlaun er hægt að nálgast á skrifstofu GA frá og með mánudeginum 28. september.

Fjöldinn allur af verðlaunum er í mótinu, rástímar hjá öðrum golfklúbbum, golfhermakort, kennsla hjá Heiðari og Stefaníu, boltakort og fullt af öðrum vinningum. 

Allir kylfingar fá teiggjöf og kostar 4.500kr í mótið.

Skráning er á golfbox, á jonheidar@gagolf.is eða í síma 462-2974. https://tourentry.golfbox.dk/?cid=2651121