Velkomin í GA!

Hjá GA leggjum við áherslu á að taka vel á móti nýliðum í klúbbinn, bæði þeim sem eru að stíga sín fyrsta spor og þeim sem hafa reynslu af golfi annars staðar frá.   

Það er með golfið eins og aðrar íþróttir það er alltaf einhver þröskuldur að sigrast á, en munum það að allir kylfingar hafa verið nýliðar.  Við bjóðum upp á nýliðanámskeið allt árið um kring, á vorin og sumrin á æfingasvæði klúbbsins að Jaðri og á veturna í inniaðstöðunni okkar í Golfhöllinni (sem staðsett í kjallara íþróttahallarinnar).  
Ætlast er til að nýliðar sem ekki hafa áður fengið skráða forgjöf innan GSÍ fari á nýliðanámskeið.   

Nýliðanámskeið

Hér má sjá nýliða- og byrjendanámskeið árið 2023

Sumarnámskeið

Heiðar Davíð, Ólafur Gylfason, Víðir Steinar Tómasson og Friðrik Gunnarsson munu halda byrjendanámskeið sumarið 2023. Hér má sjá nánar um þau námskeið

Félagsaðild að GA

Hægt er að sækja um aðild að klúbbnum á skrifstofunni í golfskálanum, með því að  senda inn umsókn í gegnum www.gagolf.is., eða með því að hringja í síma 462 2974.  Nýliðagjald í GA árið 2023 er kr. 107.000.- fyrir fyrsta árið.  Nýliðar eru einstaklingar sem ekki hafa skráða forgjöf og hafa ekki áður verið skráðir í golfklúbb innan GSÍ.  

Golfkylfur

Í upphafi og á meðan nýliðanámskeiði stendur er hægt að fá lánaðar kylfur, en síðan þegar byrjað er að spila útá velli þarf hver og einn að vera komin með nokkrar kylfur og eigin poka.  Golfverslun GA býður uppá bæði heil og hálf byrjendagolfsett á góðu verði, endilega kíktu við og við hjálpum þér að finna réttu kylfurna fyrir þig! 

Helstu upplýsingar má nálgast eftir þessum leiðum:

Velkominn í Golfklúbb Akureyrar - við tökum vel á móti þér!

Golfhöllin verðskrá

Þeir sem ekki eru félagar í Golfklúbbi Akureyrar eru velkomnir að koma og nýta þá aðstöðu sem í boði er í kjallara Íþróttahallar gegn vægu gjaldi. Stakur tími/daggjald kr. 2.000.- Vikugjald kr. 5.000.- Mánaðarkort kr. 12.000.- Vetrargjald kr. 30.000.-

Sjá sérstakan lið hér á forsíðu heimasíðu um Golfhöllina