Vallarnefnd

Helstu hlutverk:

  • Að móta Jaðarsvöll svo hann uppfylli þær kröfur klúbbfélaga og starfsmanna GA hverju sinni eins og varðandi:
    • Góða aðkomu, rúmgott bílastæði og fallegt umhverfi
  • Fjalla um langtímaáætlun um meiriháttar viðhald og nýframkvæmdir á umráðasvæði klúbbins sem framkvæmdastjóri og vallarstjóri leggja fram. Að lokinni umfjöllun nefndarinnar skal áætlunin lögð fyrir stjórn til afgreiðslu.
  • Fjalla um árlega áætlun sem framkvæmdastjóri og vallarstjóri leggja fram um viðhald og nýframkvæmdir á umráðasvæði klúbbsins og fjárfestingu í tækjabúnaði GA og fylgist með framgangi hennar.
  • Fylgist með umhirðu á umráðasvæði klúbbsins og móta tillögur um úrbætur ef þörf krefur.

Markmið:

  • Jaðarsvöllur og sú aðstaða sem GA býður upp á hverju sinni sé eins góð og hægt er hverju sinni og sé til fyrirmyndar svo eftir sé tekið.
  • Snyrtimennska og fagmennska í fyrirrúmi.
  • Jaðarsvöllur sé einn fremsti keppnisvöllur íslands