Fyrirkomulag móta

GA heldur árlega margar tegundir golfmóta, sem skipt eru niđur í ákveđna flokka.  Almenn mót eru opin öllum félagsmönnum golfklúbba innan GSÍ, en

Fyrirkomulag móta

Jađarsvöllur - 5. holaGA heldur árlega margar tegundir golfmóta, sem skipt eru niđur í ákveđna flokka.  Almenn mót eru opin öllum félagsmönnum golfklúbba innan GSÍ, en innanfélagsmót eru ađeins opin félögum í GA.  Kvennamót eru eins og nafniđ gefur til kynna ađeins opin konum og herramót ađeins körlum.  Öldungamót eru fyrir kylfinga sem hafa náđ ákveđnum aldri.

Fyrirkomulag móta getur veriđ ýmiskonar, en eftirfarandi eru ţau algengustu:

Höggleikur

Höggleiksmót fara ţannig fram ađ högg keppenda eru talin og sá keppandi sem slćr fćst högg sigrar.  Höggafjöldi er iđulega miđađur viđ par viđkomandi vallar, ţannig ađ leikmađur sé undir pari, á pari, eđa yfir pari.  Höggleikur er einnig leikinn međ forgjöf, en ţá er vallarforgjöf dregin frá höggafjölda.

Stćrsta höggleiksmót GA er Akureyrarmótiđ (Meistaramót GA), ţar sem klúbbmeistarar eru krýndir.  

Punktakeppni

Punktakeppni fer ţannig fram ađ punktar kylfinga eru taldir á hverri holu og sá sem fćr flesta punkta á hringnum sigrar.  Punktarnir eru ţannig reiknađir á hverri holu ađ einn punktur fćst fyrir skolla (bogie), tveir fyrir par, ţrír fyrir fugl (birdie), fjórir fyrir örn (eagle) o.s.frv.  Algengast er ađ punktakeppni sé spiluđ međ forgjöf, ţó punktakeppni án forgjafar sé einnig ţekkt.  

Mörg mót međ ţessu fyrirkomulagi eru á mótaskrá GA.

Holukeppni

Í holukeppni keppa tveir einstaklingar (tvímenningur) eđa tvö liđ (fjórmenningur) ţar sem sá vinnur sem vinnur fleiri holur á hringnum. Í holukepnni getur leikurinn klárast áđur en hinar hefđbundnu 18 holur hafa veriđ leiknar, ţví stađan getur veriđ ţannig ađ annar einstaklingurinn eđa liđiđ geta átt fleiri holur en fjöldi ţeirra holna sem eftir eru.  

Árlega er krýndur holumeistari GA, en keppnin teigir sig yfir stćrstan hluta sumarsins.  Sveitakeppni GSÍ er einnig spiluđ eftir ţessu fyrirkomulagi, en GA sendir sveitir bćđi í flokki fullorđinna og unglinga.

Texas Scramble

Í Textas Scramble leika tveir leikmenn saman í liđi.  Leikurinn fer ţannig fram ađ báđir leikmenn slá af teig og velja síđan betra teighöggiđ.  Ţví nćst slá báđir af ţeim stađ og velja svo aftur betra höggiđ.  Ţannig gengur leikurinn ţar til einn bolti er kominn í holuna.  Texas Scramble er oft spilađ međ forgjöf og hefur fyrirkomulagiđ notiđ mikilla vinsćlda á undanförnum árum, enda eru mörg af fjölmennustu mótum golfklúbba einmitt Texas Scramble mót.  

VerslunarmannahelgarBOMBA GA er vinsćlt mót sem spilađ er eftir ţessi fyrirkomulagi. 

Betri bolti

Tveir leikmenn leika saman í betri bolta.  Báđir leika sínum bolta á hverri holu eins og um hefđbundinn höggleik eđa punktakeppni sé ađ rćđa.  Hins vegar er ađeins betra skoriđ á hverri holu skráđ á skorkortiđ og kemur ţađan heitiđ Betri bolti.  Líkt og Texas Scramble er ţetta mjög vinsćlt fyrirkomulag, ţar sem hjón, vinir og fleiri nýta tćkifćriđ til ađ spila gott golf í góđum hópi. 

Í Volkswagen Open, sem er eitt stćrsta mót GA á hverju ári, er spilađur Betri bolti.

Greensome 

Tveir leikmenn leika saman í greensome. Báđir slá af teig og velja síđan betra teighöggiđ. Eftir ţađ er slegiđ til skiptist, sá sem átti teighöggiđ sem var ekki valiđ slćr ţá annađ höggiđ og svo koll af kolli ţangađ til leikmenn klára holuna. 

Svćđi