Rástímar í Arctic Open

Rástímarnir fyrir fimmtudaginn í Arctic Open 2017 eru klárir og má sjá þá hér 

Í kvöld er hefst afhending gagna klukkan 18:00 og er svo setningarathöfnin á slaginu 20:00. Boðið verður upp á snittur og drykki og mun formaður Arctic nefndarinnar halda stutta tölu á mótinu. Svo verður drive-keppni klukkan 20:30 af Klöppum, þeir sem vilja taka þátt í henni þurfa að láta vita við afhendingu mótsgagna eða láta Heimi eða Jón Heiðar vita á setningarathöfninni.

Við munum síðan bjóða upp á chip-keppni af Klöppum. Kylfingar geta keypt 3 bolta á 1.000krónur og eiga að reyna að hitta í 100 metra Vodafone skiltið. Þeir sem ná því fá nafnið sitt í pott og verður dregið út flott verðlaun fyrir einn heppinn kylfing. Allur ágóði af chip-keppninni rennur beint til Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri. 

Trúbador mun spila upp úr 9 - frábær skemmtun!