Púttmót hjá GA krökkum gekk vel

Á laugardaginn mættu rúmlega 50 krakkar í púttmót GA sem haldið var í Golfhöllinni. Krökkunum var skipt í hópa og keppt á mismunandi tímum dagsins til að forðast stórar hópamyndanir. 

Blackbox, Subway og Sambíóin fá sérstakar þakkir frá barna- og unglinganefnd GA fyrir aðstoð með vinninga í mótið.

Mikil gleði var við völd þó að keppnisskapið hafi ekki verið langt undan hjá krökkunum. Úrslit í flokkunum voru sem hér segir:

7&8. flokkur:
1.sæti: Bjarni Sævar 31 pútt
2.sæti: Axel James 37 pútt
3. sæti: Emma Möller 38 pútt

6.flokkur: 
1.sæti: Arnar Freyr 34 pútt (vann eftir bráðabana)
2.sæti: Bryndís Eva 34 pútt 
3.sæti: Eysteinn 35 pútt 

4&5. flokkur:
1.sæti: Skúli Gunnar 30 pútt
2.sæti: Veigar 31 pútt
3.sæti: Lana Sif 32 pútt

3&meistaraflokkur:
1.sæti: Patrik 30 pútt
2.sæti: Mikael Máni 31 pútt (sigraði í bráðabana)
3.sæti: Andrea Ýr 31 pútt (önnur í bráðabana)
4.sæti: Lárus Ingi 31 pútt

Skemmtilegur dagur sem barna- og unglinganefnd GA skipulagði og er ljóst að framtíðin er björt hjá GA.