Nýtt fyrirkomulag á Arctic Open 2011

Ræst út frá öllum teigum samtímis í tveimur hollum.

Arctic Open 23. – 25. júní 2011

Arctic Open er 36 holu golfleikur í einum opnum flokki þar sem leikið er eftir Stableford punktakerfi. Spilaðar eru 18 holur hvorn keppnisdag.Keppt er í opnum flokki með og án forgjafar . Einnig eru veitt verðlaun fyrir besta skor kvenna og besta skor í öldungaflokki karla. 

Verði keppendur jafnir í efstu sætum eftir 36 holur skal spilaður bráðabani á 18. holu þar til úrslit fást. 

Samhliða leik er spiluð liðakeppni þar sem fjórir eru saman í liði, valið er í liðin af handahófi. Þrjú bestu skorin gilda og eru veitt verðlaun fyrir fyrsta sætið. 

Á skorkort skal skrá höggafjölda (ekki punkta) á hverja holu, ef ljóst er að keppandi fái ekki punkt á holuna skal taka upp boltann og setja “x” við holuna.

23. júní, fimmtudagur:

13.00   Mæting keppenda og afhending mótsgagna.

14.00   Opnunarhátið

16:00   Leikur hefst hjá fyrri ráshóp, leikið er samtímis af öllum teigum.

21.00   Leik fyrri ráshóps lýkur.

22.00   Leikur hefst hjá seinni ráshóp, leikið er samtímis af öllum teigum.

03.00   Leik seinni ráshóps lýkur.

24. júní, föstudagur:

16:00   Leikur hefst hjá fyrri ráshóp, leikið er samtímis af öllum teigum.

21.00   Leik fyrri ráshóps lýkur.

22.00   Leikur hefst hjá seinni ráshóp, leikið er samtímis af öllum teigum.

03.00   Leik seinni ráshóps lýkur.

25. júní, laugardagur:

20.00   Lokahóf og verðlaunaafhending.

Gert er ráð fyrir að 88 keppendur verði í hvorum ráshóp og leika keppendur annan daginn í fyrri ráshóp og hinn daginn í seinni.  Sömu holl verða báða dagana.