Íslandsmót unglinga í holukeppni farið af stað

Íslandsmót unglinga í holukeppni fór af stað á Hólmsvelli í Leiru í gær. Golfklúbbur Akureyrar á 12 keppendur á mótinu, sem léku höggleik í gær til að fá þátttökurétt í 16 manna úrslitum holukeppninnar. Krakkarnir spiluðu flott golf og komust 10 þeirra áfram í næstu umferð og spila því um sæti í 8 manna úrslitunum núna í morgunsárið. Það var Veigar Heiðarsson sem átti besta hring dagsins, en hann sigraði höggleikinn í sínum flokk eftir hring upp á 72 högg, eða par vallarins. 

Rástimar í 16 manna úrslitum og mótherjar

7:30 - Veigar vs Haraldur Björnsson

7:46 - Skúli Gunnar vs Arnar Daði

8:10 - Ragnar Orri vs Hjalti Kristján

7:46 Birna Rut vs Fjóla Margrét

7:54 Auður Bergrún vs Þóra Sigriður

8:50 Kristín Lind vs Bjarney Ósk

10:00 Óskar Páll vs Arnar Logi

10:08 Lárus Ingi vs Arnór Daði

10:16 Mikael Máni vs Pétur Sigurdór

Andrea Ýr situr hjá og er komin beint í 8 manna úrslit

Hægt er að fylgjast með úrslitum og gangi mála hér