Golfklúbbur Akureyrar átti einn Íslandsmeistara

Júlíus Þór Tryggvason fulltrúi GA.

Hin árlega úthlutun úr Afreks-og styrktarsjóði Akureyrar fór fram í hófi í Íþróttahöllinni í gær, þar sem veittir voru styrkir til einstakra félaga vegna landsliðsmanna og afhentar viðurkenningar vegna Íslandsmeistaratitla á árinu. Alls voru landsliðsmennirnir 96 frá níu félögum í 25 greinum. Skautafélag Akureyrar átti flesta landsliðsmenn eða 33 í fjórum greinum, KA átti næstflesta eða 26 í fjórum greinum og Íþróttafélagið Þór 12 í þremur greinum.

Skíðafélag Akureyrar átti níu landsliðsmenn í tveimur greinum, Akureyri Handboltafélag átti fimm, Sundfélagið Óðinn fjóra, Vaxtarræktin Akureyri þrjá, Ungmennafélag Akureyrar þrjá í átta greinum og Tennis-og badmintonfélag Akureyrar einn. Íslandsmeistararnir á árinu voru alls 162 frá 13 félögum. Flestir Íslandsmeistararnir komu úr röðum Skautafélags Akureyrar, eða 50 talsins, næstflestir komu úr röðum KA, eða 38, hjá Ungmennafélagi Akureyrar urðu Íslandsmeistararnir 17, hjá Bílaklúbbi Akureyrar 15, hjá Skíðafélagi Akureyrar 12, hjá Sundfélaginu Óðni 6, hjá Vaxtarræktinni Akureyri 5, hjá Íþróttafélaginu Eik 5, hjá Siglingarklúbbnum Nökkva 4, hjá Íþróttafélaginu Akri 4, hjá Íþróttafélaginu Þór 2, hjá Skákfélagi Akureyrar 2, Golfklúbbur Akureyrar átti einn Íslandsmeistara sem og KKA Akstursíþróttafélag Akureyrar.

Frétt Vikudagur.is