H÷ldur ver­ur a­alstyrktara­ili Golfkl˙bbs Akureyrar

H÷ldur ver­ur a­alstyrktara­ili Golfkl˙bbs Akureyrar Samningur undirrita­ur til sex ßra

H÷ldur ver­ur a­alstyrktara­ili Golfkl˙bbs Akureyrar

Forsvarsmenn GA og H÷lds eftir undirskrift
Forsvarsmenn GA og H÷lds eftir undirskrift

Nú nýverið skrifuðu forsvarsmenn GA og Hölds undir langtímasamning, nánar tiltekið til næstu sex ára.

Höldur verður aðalstyrktaraðili GA á samningstímanum og er það mikið fagnaðarefni.

Höldur hefur í gegnum tíðina styrkt vel við bakið á GA og er það virkilega ánægjulegt að svo verði áfram og þá í meira mæli en verið hefur hingað til.

Samningur sem þessi skiptir klúbbinn miklu máli og gerir hann okkur kleift að halda áfram að efla og bæta starf Golfklúbbs Akureyrar til muna.

Þökkum við Höld kærlega fyrir veittan stuðning og hlökkum til samstarfsins næstu árin.


Athugasemdir

SvŠ­i