GA hélt þrjú stærstu opnu mót sumarsins 2020

Nýlega birti GSÍ ársskýrslu sína og eins og undanfarin ár var skemmtilega farið í tölfræði golfsins á Íslandi í henni. 

Hægt er að nálgast ýmsar skemmtilegar tölfræðiupplýsingar úr skýrslunni hér: https://arsskyrsla2020.golf.is/tolulegar-upplysingar/

Það sem vakti heldur betur kátínu okkar hjá GA var það að Golfklúbbur Akureyrar hélt þrjú stærstu mót sumarsins en það voru Arctic Open (224), Hjóna- og parakeppni Golfskálans og GA (208) og Höldur/KIA Open (204).  Aðeins GA (3) og GB (2) áttu fleiri en eitt mót af 10 vinsælustu mótum ársins. Við hjá GA höfum lengi verið gríðarlega stolt af þeim mótum sem við höldum ár hvert og viljum alltaf gera betur, stefnan er að sjálfsögðu sett á að eiga fjölmennasta mót ársins á næsta ári og halda þessum þremur mótum eins stórum og flottum og þau voru í ár. 

Þá var aukning um 43 meðlimi í GA þetta árið og erum við orðin fjölmennari en Nesklúbburinn og erum 6. stærsti klúbbur landsins í dag.