Arion banka mótaröð unglinga

Ævarr, Tumi og Kristján Benedikt úr GA meðal þátttakenda.

Arion banka mótaröð unglinga sem hófst í gær á Strandavelli Hellu lauk á þriðja tímanum í dag með fremur óvæntum hætti vegna atburða við Grímsvötn. Um kl 13:30 tók mótstjórn ákvörðun um að fresta leik til kl 14:30 vegna öskufoks. Mótstjórn hafði í framhaldinu samband í sýslumanninn á Hvolsvelli sem mælti með því að mótinu yrði frestað sem var gert.

Kylfingar í flokkum stráka 14 ára og yngri og drengja 15-16 ára náðu að klára seinni hringinn en þeir voru ræstir út snemma í morgun úrslit úr þessum flokkum réðust því á 36 holum eins og til stóð. Í öðrum flokkum náðist ekki að klára seinni hringinn þannig að niðurstaðan frá því í gær var látin standa.

Tumi Hrafn Kúld varð í 11. sæti í sínum flokki stráka 14 ára og yngri spilaði á 176 höggum, Kristján varð í 16. sæti spilaði á 179 höggum og Ævarr Freyr Birgisson varð í 13. sæti í sínum flokki drengja 15-16 ára, hann spilaði á 172 höggum.