Amanda Guðrún Sigrar Norðurlandsmótið Í Holukeppni

Amanda með verðlaunagripinn
Amanda með verðlaunagripinn

Amanda Guðrún Bjarnadóttir, kylfingur úr GHD, stóð uppi sem sigurvegari í Norðurlandsmótinu í holukeppni sem fór fram á Jaðri um helgina. Í mótinu spiluðu 16 af forgjafarlægstu kylfingum norðurlands, þannig þetta er flott afrek hjá henni og óskum við Amöndu innilega til hamingju. Á leið sinni að titlinum hafði Amanda betur gegn Birni Auðunni, Bergi Rúnari, Sturlu Höskulds, og að lokum Karli Hannesi í úrslitaleiknum. 

Úrslitaleikurinn réðist á 17. holunni og var það Húsvíkingurinn Karl Hannes Sigurðsson sem hreppti annað sætið. Bæði spiluðu þau flott golf yfir helgina og var úrslitaleikurinn sannarlega hnífjafn.

Í verðlaun fékk Amanda 72.000 krónur og titillinn holukeppnismeistari Norðurlands. Í heildina var þetta skemmtilegt mót sem verður vonandi bara enn stærra og flottara á komandi árum.

 

Úrslit:

1. sæti Amanda Guðrún Bjarnadóttir

2. sæti Karl Hannes Sigurðsson

3-4. sæti Eyþór Hrafnar Ketilsson

3-4. sæti Sturla Höskuldsson