Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar 2016

 

Aðalfundur GA var haldinn síðastliðinn fimmtudag og fór hann fram á Jaðri.

Hófst fundurinn á því að Viðar Sigurjónsson fulltrúi ÍSÍ afhenti formanni GA skjal til vitneskju um að GA væri áfram fyrirmyndafélag ÍSÍ.

Rekstur GA gekk vel og var veltan tæpar 144 mkr. samanborið við tæpar 118 mkr. árið 2015.  Rekstrargjöld voru tæpar 136  mkr. samanborið við rúmar 112 mkr. árið 2015.  Rekstrarhagnaður klúbbsins var rúmar 15 mkr. fyrir fjármagnsliði og afskriftir. 

 Á fundinum kom fram að reksturinn hefði gengið og allar þær framkvæmdir sem ráðist var í á árinu hafi heppnast virkilega vel og hversu öflugir sjálfboðaliðar GA eru sem stuðluðu að því að þessar framkvæmdir tókust jafn vel og raun ber vitni.

Hápunktur sumarsins var svo glæsilegt Íslandsmót sem fram fór hér á Jaðri í lok júlí og tókst það virkilega vel og getum við GA félagar verið stoltir af okkar frammistöðu í mótinu. 

 Í rekstraráætlun fyrir árið 2017 var lagt til að félagsgjöld yrðu hækkuð og var það samþykkt.  Gjaldskrá verður birt innan skamms á heimasíðu GA þegar innheimta árgjalda hefst.

 

Skýrslu stjórnar sem og ársreikning má finna með því að smella hér