Vinnudagur í Klöppum á morgun (4.6)

Á morgun, laugardag, verðum við með vinnudag á Klöppum. Vinnudagurinn byrjar á milli 9 og 10 og verður nóg að verkum í boði fyrir áhugasama. 

Það þarf að sópa og þrífa ásamt ýmsum iðnaðarverkum. 

Við hvetjum alla sem geta til að koma og leggja okkur hjálparhönd. Við erum núna á síðustu metrunum í því að klára bygginguna og því öll hjálp vel þegin.