Umgengni í Klöppum (o.fl.)

Ágætu félagsmenn, að gefnu tilefni þá biðjum við ykkur að loka og læsa hurðum þegar gengið er um Klappir. Þeir sem að fá lánaða golfbíla verða að ganga vel frá þeim og skila lyklum. Einnig viljum við minna kylfinga á að gera við bolta- og kylfuför.

Opnunartími golfvallarins verður takmarkaður næstu vikurnar og fer að sjálfsögðu eftir hitastigi. Hann verður auglýstur á facebook og gagolf.is

Við stefnum á því að opna golfhöllina í lok mánaðarins eins og síðustu ár. En hver veit það gæti komið hitabylgja í nóvember :)