Sveitakeppni eldri kylfinga - GA sveitin í 2. sæti

Sveitakeppni eldri kylfinga haldin í Vestmannaeyjum.

Sveit GA karla er að spila í Vestmannaeyjum og hafa þeir titil að verja, þar sem þeir urðu íslandsmeistarar á heimavelli í fyrrasumar.

Sveitina skipa þeir Bjarni Ásmundsson, Björgvin Þorsteinsson, Guðmundur Lárusson, Hafberg Svansson, Haraldur Júlíusson, Sigurður H. Ringsted, Viðar Þorsteinsson og Þórhallur Pálsson, liðstjóri er Guðmundur Lárusson.

GA sveitin sigraði 1. leikinn á móti GÖ 4/1 og leikinn í dag gegn NK unnu þeir 3,5/1,5

Úrslit einstakra leikja má sjá á heimasíðu GV www.gvgolf.is

GA sveitin lék til úrslita við GR og vann GR sveitin 3.5/1.5