Stelpugolf að Jaðri 5. júní

Nú er komið að því skvísur

Golfkennarar GA ætla að bjóða stelpum á öllum aldri að líta við hjá okkur mánudaginn 5. júní á milli 10 og 13 og fá smá kynningu á golfíþróttinni. Allar stelpur geta verið með, ungar sem aldnar, nýliðar og lengra komnir. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur að sameina krafta okkar og æfa sveifluna :) 

Kveðja, 
Stulli og Stefanía