Unnið er að endurbótum á dreni fyrir framan fyrstu flöt, því eins og kylfingar hafa orðið varir við safnast mikið vatn saman fyrir framan flötina.
Aðgerðin felst í því að lækka landið fyrir framan flötina til að vatn eigi auðveldar með að renna frá flatarjaðarinum. Þessu verður lokað með þökum og er áætlað að þessu verki ljúki fyrir fimmtudag.