Golfskóli og æfingar hefjast 6. júní

Golfskóli GA hefst 6. júní, æfingar skv. æfingatöflu hefjast 7. júní

Sjá æfingatöflu hér

Í golfskóla GA er leikurinn hafður í fyrirrúmi, þar sem nemendum eru kennd tækniatriði á stöðvum í leikjaformi. Golfskólinn er fyrir börn á aldrinum 7 - 13 ára, kennslu er hagað eftir aldri.

Aðaláhersla er lögð á að kenna grunnatriði golfíþróttarinnar. Hvert námskeið stendur yfir í fimm daga, þar sem nemendur pútta, vippa, slá með járnum og kylfum.  Einnig er farið yfir öryggisatriði og siðareglur, sem eru mikilvægur hluti íþróttarinnar.

Á fimmta og lokadeginum er farið með nemendur á sjálfan golfvöllinn þar sem þeir fá að spila nokkrar holur á teigum sem henta þeim.  Kennari fer yfir með þeim hvernig talin eru höggafjöldi (skor) og hann skráður.

Golfskólinn í sumar verður sem hér segir:

  • 1. námskeið er frá 6. - 12. júní.
  • 2. námskeið er frá 13. - 19. júní
  • 3. námskeið er frá 2. - 6. júlí

Hvert námskeið er 5 dagar og er kennt frá kl. 13.00 - 15.00

Nánari upplýsingar og skráning í golfskólann, í síma 462 2974 eða með því að senda póst á gagolf@gagolf.is.