Golfhöll lokar 1.maí

Sæl veriði,

Nú höfum við ákveðið að loka golfhöllinni og mun öll starfsemi GA færast upp á Jaðar. Í dag 1.maí munum við opna 10 holur fyrir félagsmenn og stefnum við á að opna allar 18.holurnar í maí.

Ef þið hafið áhuga á því að spila golfherminn þá getið þið haft samband við Heimi í síma 862-6352.

Golfsumarið 2017 er formlega hafið :)

Kv starfsmenn GA