Framkvæmdum að ljúka við nýja 2. flöt

Þökulögn við nýja 2. flöt líkur núna í vikunni. Flötin er á sama stað og sú gamla en ásamt því að hún stækki mun breytingin hafa í för með sér ýmsar betrum bætur á gríninu sem og umhverfi þess, m.a. mun þessar breytingar stuðla að eftirfarandi:

  • Rennsli leysingavatns í umhleypingum til að koma í veg fyrir klakamyndun á viðkvæmum svæðum,
  • Góðri dreifingu umferðar gangandi og akandi kylfinga til að fyrirbyggja að svörður rofni og slóðar myndist í nágrenni flatar,
  • Lengi hefur borið á leiktöfum á 2. braut, þar sem margir kylfingar þora ekki annað en að bíða með að slá annað höggið ef næsti ráshópur er enn á flöt, ef vera kynni að höggið heppnaðist fullkomlega og boltinn færi þess vegna alla leið inn á flöt.
  • Flötin stækkar eilítið, um 2-3 metra út á brautina og um 6-8 metra til austurs (vinstri) að aftanverðu. Flatarmál hennar verður um 450 m2, svipuð og 15. og 18. flöt.
Stefnt er að því að flötin fari í notkun seinna í þessum mánuði.