Framkvæmdir við 4. braut

Nú eru hafnar framkvæmdir við þökulögn á og við fjórðu flöt. 

Áhersla hefur verið lögð á að breytingar séu þannig úr garði gerðar að þær hafi lítil áhrif á heildarmynd holunnar, m.ö.o. á hún að halda sínum sérkennum.  Búið er að móta tjörn á holunni, og verið að þökuleggja hluta af bökkum hennar, sáð verður í hluta. Glompa verður aftan við flötina, sem m.a. hefur það hlutverk að taka við vatni sem kemur úr brekkunni norðan og vestan við flötina í leysingum.

Meðan á framkvæmdum hefur staðið er fjórða holan spiluð inn á nýju fyrstu flötina.  Þannig höfum við reynt að tryggja sem minnst rask verði á spili meðan á framkvæmdinni stendur. 

Þar sem þetta er 13. flötin sem er endurnýjuð á vellinum býr starfsfólk klúbbsins og samstarfsaðilar okkar að mikilli reynslu við verkefni sem þetta.   Byrjað var í annarri viku febrúarmánaðar að undirbúa undirlag flatar, grafa tjörn, drenskurði o.fl.  Í vor var flötin mótuð og nú verður svæðið þakið og öðrum frágangi lokið.  Stefnt er að því að lokahönd verði lögð á framkvæmdina í fyrri hluta júní og að spilað verði inn á nýja flöt í Arctic Open.