Endurbætur á Jaðarsvelli – 4. braut

4. braut fyrir breytingar
4. braut fyrir breytingar

Nú eru að hefjast framkvæmdir við fjórðu braut á vellinum okkar.  Í framkvæmdunum felst endurnýjun á flötinni og umhverfi hennar, þ.m.t. tjörn, glompu o.fl.  Eins og oft hefur komið fram er fjórða holan þekktasta hola vallarins, en margir telja hana eina af bestu holum landsins.  Þess vegna er mikilvægt að við vöndum sérstaklega vel til verks við endurnýjun hennar.

Nánari lýsing á framkvæmdinni auk myndar af því hvernig brautin mun líta út eftir breytingar má finna á vef GA undir Jaðar, Framkvæmdir, 4. braut