Breytingar á 3. braut

Vinna við breytingar á 3. braut.

Eins og kylfingar hafa tekið eftir þá er hafinn uppgröftur að nýrri Bónus verslun austan við 3. braut og verður sá jarðvegur notaður innan girðingar á 3. braut til að mynda hljóð- og skjólmön.

Meðfylgjandi mynd er af fyrirhuguðum breytingum sem gerðar verða á brautinni og frágang á möninni.