18. holan

Skemmtilegur söfnunarleikur á 18. holu

Það var mikil þátttaka í skemmtilegum söfnunarleik sem haldinn var á laugardaginn til að klára fjármögnun á sjónvarpinu sem keypt var í vetur í inniaðstöðuna okkar í Íþróttahöllinni.

Í vetur var haldið stórt púttmót og var innkoma í því notuð til að greiða þetta fína sjónvarp og til að klára fjármögnun á því var efnt til leiks á 18. holu þar sem sá sem næstur var holu gat unnið sér inn glæsilega Clicgear golfkerru.

Gekk söfnunin það vel að smá afgangur var sem notaður verður í önnur verkefni í höllinni.

Eins og fyrr sagði voru margir sem reyndu við kerruna, voru veitt verðlaun í karla, kvenna og unglingaflokki, sá unglingur sem næstur var, var Stefán Einar Sigmundsson, næstur holu hjá körlunum var Bergur Rúnar Björnsson 1 m frá og hjá konunum var það framkvæmdastjóri klúbbsins Halla Sif Svavarsdóttir sem hreppti kerruna hún var 20 cm frá holunni.

Þeir sem styrktu þennan leik voru Hole´n´one, Ljósgjafinn, Greifinn, Kjarnafæði, Norðlenska og Ölgerðin.