Stór dagur á Jaðri í gær

Björgvin tekur fyrstu skóflustunguna
Björgvin tekur fyrstu skóflustunguna

Í gær, sunnudaginn 27. september var tekin fyrsta skóflustungan af nýju og glæsilegu æfingaskýli sem fengið hefur nafnið Klappir.

Var það Björgvin Þorsteinsson, GA félagi og margfaldur Íslandsmeistari í golfi sem tók fyrstu skóflustunguna að viðstöddum fjölmörgun GA félögum sem fögnuðu með okkur á þessum merka degi.

Vinna fór svo á fullt í dag þar sem hafist var handa við að moka fyrir grunninum.  Áætlað er að taka Klappir í notkun í byrjun næsta sumars.

Björgvin Þorsteinsson með nýja æfingasvæðið í bakgrunni

Sigmundur Ófeigsson Formaður GA og Björgvin Þorsteinsson

Vinna hófst í morgun, 28 september