Ryderinn að hefjast í Golfhöllinni

Undankeppni fyrir Ryder keppni GA félaga 2015 - 2016

Ryder púttmótaröðin hefst í Golfhöllinni í næstu viku, nánar tiltekið þriðjudaginn 24. nóv. Mót verður í hverri viku og telja 8 bestu mótin hjá hverjum keppanda.  Þessu verður skipt í karla – og kvennakvöld.   Það verður spillað næstu 10 vikurnar (sleppum vikunum í kringum jólin) og áætlað er að  lokamótið fari fram laugardaginn 30 janúar. Vinsamlegast munið að báðir hringirnir sem púttaðir eru á hverju kvöldi telja, ekki bara annar.

Fyrirkomulagið verður þannig að það eru spilaðir tveir hringir hvert kvöld líkt og hefur verið undanfarin ár, eða samtals 16 hringir. 

  • Karlar eru á þriðjudögum 18.00 – 20.00. Fyrsta mótið fyrir karla þriðjudaginn 24. nóvember, það síðasta 26 janúar 2016 (sleppum 22 og 29 des). 
  • Konur á fimmtudögum 18.00 – 20.00.  Fyrsta mótið fyrir konur fimmtudaginn 26. nóvember, það síðasta 28 janúar 2016 (sleppum 24 og 31 des.

Mótin eru félögum í GA að kostnaðarlausu.

Öll æfingaaðstaða önnur en púttvöllurinn er öðrum en keppendum opin á þessum tímum.

ATH:  Upp getur komið sú staða að hliðra þurfi degi eða tíma þá er það auglýst sérstaklega

Úrslitakeppni í Ryder keppni GA félaga 2014

Í lok mótaraðar verður úrslitakeppni og fer hún fram laugardaginn 30. janúar. Þar taka þátt 12 efstu í karla- og kvennaflokki. Keppt verður í tvímenningi og fjórmenningi. "RYDER CUP" GA. Fyrirkomulag nánar auglýst síðar

Liðakeppni GA

Að Rydernum loknum mun fara af stað liðakeppni GA líkt og í fyrra.  Sú keppni verður auglýst nánar þegar nær dregur.