Opinn dagur í Golfhöllinni á laugardaginn

Þér er boðið á opinn dag í Golfhöllinni

Fyrsta flokks aðstaða fyrir alla hluta leiksins. 

Frábærir golfhermar.

Nýr golfkennari GA verður á staðnum.

Laugardaginn 10. janúar milli klukkan 12:00 og 18:00 ætlum við í GA að hafa opinn dag í  Golfhöllinni.  Öllum félögum í GA og gestum er boðið að koma og kynna sér þá frábæru aðstöðu sem stendur kylfingum til boða í golfhöllinni.  Um er að ræða 18 holu púttvöllur ásamt 3. holu vippflöt, fjóra bása til að slá í net, tvo golfherma og Trackman kennslutæki.

 

Á opna deginunum verður aðstaðan kynnt og félagar og gestir fá að prófa ofangreinda aðstöðu.  Ekki missa af tækifæri til að prófa golfhermana ásamt öðru og kynnast þannig hversu gaman getur verið að halda sveiflunni og stutta spilinu við í góðum félagsskap yfir veturinn.  Golfhöllin er staðsett í kjallara íþróttahallarinnar.

 Á opna deginum munu unglingar í GA standa fyrir púttmóti til styrktar æfingaferð til Spánar. Þátttökugjaldið í púttmótið er 1000 krónur og glæsileg verðlaun í boði.

 Nýráðinn golfkennari GA, Sturla Höskuldsson verður á staðnum og mun hann aðstoða  gesti og gangandi og kynna þeim golfíþróttina. 

 

 Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.