Golferð til Morgado í Portúgal í vor

Eins og margir GA félagar vita þá erum við að fara í GA ferð til Morgado í Portúgal núna í lok mars.  Það er óhætt að fullyrða að það sé mikill áhugi fyrir þessari ferð sem er í beinu flugi frá Akureyri.

Núna eru skráðir í ferðina 115 hressir GA félagar og nokkrir gestir þeirra :)

Nú vorum við að fá þær fréttir að við fáum aðeins fleiri pláss og það er því opið aftur fyrir skráningu í þessa frábæru ferð!

 

Hér eru upplýsingar um svæðið https://vita.is/ferd/morgado-i-portugal

 

Hér að neðan eru nánari upplýsingar um ferðina frá Vita.

VITAgolf er mikil ánægja að bjóða GA félögum einstakt tækifæri á golfferð til Morgado í Portúgal 28 mars- 4. apríl 2015.
Flogið verður til og frá Faro í beinu leiguflugi frá Akureyri með ICELANDAIR þann 28. mars kl. 07:30 lent í Faro kl.12:30 Flugtími heim þann 4. apríl er frá Faro kl. 13:40 lent á Akureyri kl. 16:30.

M.v. flugtíma hér að ofan er hægt að spila eða æfa golf eftir komu fyrsta dag og síðan allan daginn næstu 6 daga, það gerir 7 golfdaga í ferðinni. Morgado er vestur af Faro og tekur aksturinn frá flugvellinum u.þ.b. 45 mínútur.
Morgado er frábær valkostur, með tvo skemmtilega en ólíka 18 holu golfvelli og einstaklega vel hannað æfingasvæði. Hótelið er 4* og er stórglæsilegt, staðsett milli golfvallanna.

Í þessari ferð verða unglingar í æfingaferð með þjálfurum og foreldrum og eiga unglingarnir bókað æfingasvæði milli 09:00 – 12:00 daglega og rástímar eru bókaðir fyrir þau kl. 13:00 eftir hádegisverð. Unglingarnir fá léttan hádegisverð og ótakmarkað af æfingaboltum.

Rástímar almenna hópsins eru milli 09:00 – 10:30 daglega og ef rástímar eru lausir samdægurs, er ótakmarkað golf í boði.
Golfbílar: við höfum samið um frábært verð - 23 evrur á dag á bíl fyrir ótakmarkaða notkun.
Golfbílinn þarf að bóka fyrirfram, t.d. hægt um leið og bókun er framkvæmd en bíllinn er greiddur úti.

Verð á mann:
Í tvíbýli 174.500.-
í einbýli 189.500.-

EKKI er hægt að nota Vildarpunkta Icelandair í þessari ferð.
Innifalið fyrir alla:
Beint leiguflug til Faro með Icelandair
Flugvallaskattar
Flutningur á golfsetti (hámark 15kg) og tösku (20 kg)
Akstur milli flugvallar og hótels
Gisting með morgun- og kvöldverðarhlaðborði
Ótakmarkað golf með kerru alla daga

Fararstjórar eru Davíð Gunnlaugsson, Einar Lyng Hjartarson, Ágúst Jensson og Jón Heiðar Sigurðsson

Við hjá VITAgolf vonum að GA félagar grípi tækifærið með þessu beina flugi frá Akureyri og við sameinumst um að gera þessa ferð sem glæsilegasta!

Nánari upplýsingar og skráning hjá Ágústi í síma 857 7009 eða á agust@gagolf.is

VITAgolf – Peter,Signhild Margret s. 570 4458 netf. golf@vitagolf.is