Farið að sjá í grænt á flötunum á Jaðri

Í byrjun síðustu viku var blásið af tveimur flötum, í lok vikunnar voru þær svo orðnar alveg auðar þar sem veður var mjög hagstætt, ekki var hægt að komast inn á fleiri flatir sökum aðstæðna.

Síðastliðinn mánudag var svo blásið af þeim flötum sem eftir voru og bindum við miklar vonir við að sá klaki sem er ofan á þeim hverfi fljótlega, þokan sem er núna er ekki að hjálpa okkur en hún hverfur vonandi fljótlega og sólin getur því unnið á klakanum.

Meðfylgjandi mynd er tekin af sjöttu flötinni núna á mánudaginn og eins og sjá má lítur hún vel út.